Gunnar Þórðarson hefur heldur betur haft í nógu að snúast undanfarnar vikur og mánuði en hann er framkvæmdastjóri Lagarlífs auk þess að vera stöðvarstjóri Matís á Ísafirði. Gunnar bíður spenntur eftir þriðjudeginum þegar ráðstefnan verður sett í…
— Ljósmynd/Lagarlíf

Gunnar Þórðarson hefur heldur betur haft í nógu að snúast undanfarnar vikur og mánuði en hann er framkvæmdastjóri Lagarlífs auk þess að vera stöðvarstjóri Matís á Ísafirði.

Gunnar bíður spenntur eftir þriðjudeginum þegar ráðstefnan verður sett í Silfurbergi í Hörpu: „Við reiknum með að nýtt met verði slegið í aðsóknartölum en von er á 700 gestum og eru styrktaraðilar á sjöunda tug. Lagarlíf er því komið í svipaðan stærðarflokk og margar stærstu ráðstefnur sjávarútvegsgeirans eins og t.d. North Atlantic Seafood Forum sem hefur verið haldin í Bergen síðan 2005,“ segir hann. „Lagarlíf er orðið viðburður sem fólk í greininni vill ekki missa af og veit ég að margir aðilar gæta þess sérstaklega að taka þessa daga frá til að hitta kollega sína og viðskiptavini.“

Lagarlífsráðstefnan var fyrst haldin árið 2017 og hefur farið fram árlega síðan

...