Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson er á heimleið eftir ellefu ár erlendis, en hann hefur samið við Stjörnuna til fjögurra ára. Samúel er 28 ára miðjumaður sem lék síðustu tvö ár með Atromitos í efstu deild Grikklands en áður með Vålerenga…
Þýskaland Samúel Kári, til hægri, eftir leik gegn Bayern München.
Þýskaland Samúel Kári, til hægri, eftir leik gegn Bayern München. — AFP

Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson er á heimleið eftir ellefu ár erlendis, en hann hefur samið við Stjörnuna til fjögurra ára. Samúel er 28 ára miðjumaður sem lék síðustu tvö ár með Atromitos í efstu deild Grikklands en áður með Vålerenga og Viking í Noregi og þýska liðinu Paderborn, þar sem hann spilaði í efstu deild. Hann fór frá Keflavík til Reading árið 2013. Samúel hefur leikið átta landsleiki og var í HM-hópi Íslands í Rússlandi árið 2018.