Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins lokaði á dögunum fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samgöngustofu að sjúkraskrám eftir fyrirmæli frá Embætti landlæknis í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. „Segja má að þetta sé tvíþætt; annars vegar…

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins lokaði á dögunum fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samgöngustofu að sjúkraskrám eftir fyrirmæli frá Embætti landlæknis í kjölfar úrskurðar Persónuverndar.

„Segja má að þetta sé tvíþætt; annars vegar úrskurður gagnvart Samgöngustofu og hins vegar úrskurður gagnvart fluglæknum og fluglæknasetri,“ segir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu spurður um hvaða áhrif úrskurðurinn kunni að hafa. Staðan sem upp er komin gæti valdið töfum varðandi úrvinnslu heilbrigðisgagna hjá Samgöngustofu.

„Er meðferðarsamband milli læknis og skjólstæðings eða ekki? Yfirlæknir flugsviðs er ekki með umsækjendur í meðferðarsambandi og þess vegna vill heilsugæslan loka þessum aðgangi. Eftir sem áður er nauðsynlegt að yfirlæknir flugsviðs hafi aðgang að heilbrigðisupplýsingum til að leggja mat

...