Allt á þetta upphaf sitt í því að fyrir tíu árum héldum við í fyrsta skipti morðgátupartí heima hjá okkur fyrir vinahópinn okkar. Þá keyptum við okkar fyrstu morðgátu en margar hafa bæst við og við höfum haldið mörg morðgátupartí síðan og alltaf…
Gaman Tinna og Þorvaldur með vinum sínum í morðgátupartíi nýverið þar sem atburðir áttu sér stað í sirkus.
Gaman Tinna og Þorvaldur með vinum sínum í morðgátupartíi nýverið þar sem atburðir áttu sér stað í sirkus.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Allt á þetta upphaf sitt í því að fyrir tíu árum héldum við í fyrsta skipti morðgátupartí heima hjá okkur fyrir vinahópinn okkar. Þá keyptum við okkar fyrstu morðgátu en margar hafa bæst við og við höfum haldið mörg morðgátupartí síðan og alltaf mikill metnaður í búningum, andlitsfarða og fylgihlutum. Þetta spurðist út og fólk leitaði til okkar, svo það lá beinast við að stofna Morðgátufélagið,“ segja þau Þorvaldur og Tinna, sem taka að sér í nafni Morðgátufélagsins að skipuleggja morgátuviðburði fyrir fólk.

„Í fyrra byrjuðum við að bjóða upp á opna morðgátuviðburði hjá Spilavinum og þá tók þetta kipp og eftirspurn hefur verið mikil. Morðgátupartí eru tilvalin fyrir starfsmannafélög, vinahópa, fjölskyldur, gæsanir og fleiri samkomur. Fólk

...