Bíó Paradís Elskling / Elskuleg ★★★★★ Leikstjórn: Lilja Ingólfsdóttir. Handrit: Lilja Ingólfsdóttir. Aðalleikarar: Helga Guren, Oddgeir Thune, Elisabeth Sand, Marte Magnusdotter Solem og Heidi Gjermundsen Broch. Noregur, 2024. 101 mín. Myndin er sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF).
Fullt hús „Það er langt síðan mynd hefur setið jafn lengi í rýni og hlýtur því Elskuleg fimm stjörnur.“
Fullt hús „Það er langt síðan mynd hefur setið jafn lengi í rýni og hlýtur því Elskuleg fimm stjörnur.“

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Elskuleg er flott frumraun norsk-íslenska leikstjórans Lilju Ingólfsdóttur. Myndin virðist í fyrstu fjalla um hjónaband sem er að taka enda en það er ekki aðalviðfangsefni sögunnar heldur er það persónulegt ferðalag konunnar, Maríu (Helga Guren), í kjölfarið.

Áhorfendur kynnast hjónabandinu í gegnum Maríu en við lærum seinna að það er bara hluti af sannleikanum. Heimilishaldið og umönnun fjögurra barna virðist að mestu lenda á henni af því að seinni maðurinn hennar, Sigmund (Oddgeir Thune), þarf að ferðast mikið út af vinnu sinni. Það gerir að verkum að hún getur ekki sinnt vinnunni sinni heima fyrir eins og hún myndi vilja og hún upplifir sig fasta. María sakar Sigmund um að gera sig óhamingjusama í

...