Orð hans um eigin afrek og ummæli um einstaklinga í bókinni sýna að honum hættir til að ganga lengra en góðu hófi gegnir.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Í vikunni lagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrv. forseti Íslands, enn á ný sitt af mörkum til að skilgreina sess sinn í sögunni. Að þessu sinni með útgáfu á brotum úr dagbókum sínum. Þar fellir hann dóma um menn og málefni og segir frá atburðum og samtölum til að sanna að hann hafi breytt forsetaembættinu með 20 ára setu sinni í því.

Hann notar hugtakið málskotsrétt til að lýsa beitingu sinni á ákvæðinu í 26. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti geti synjað „lagafrumvarpi staðfestingar“, það fái engu að síður lagagildi en leggja skuli það „svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar

...