40 ára Raquelita ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð frá eins árs aldri þangað til hún flutti til Hafnarfjarðar 13 ára gömul. Hún sótti mikið vestur á sumrin eftir að hún flutti þaðan og vann nokkur sumur í fiskvinnslu, beitningu og rækju, bæði á Suðureyri og í Bolungarvík. Raquelita hefur unnið við ýmis störf í gegnum tíðina en hún hóf ekki framhaldsskólagöngu fyrr en í kringum þrítugsaldurinn. „Ég fór aldrei í menntaskóla, þar sem ég ákvað að fara snemma að heiman, 16-17 ára, og vann til að sjá fyrir mér. Þegar ég ákvað loks að mennta mig þurfti ég að taka 10. bekk aftur. Þaðan fór ég í Menntastoðir, svo Háskólabrú Keilis og loks útskrifaðist ég úr tölvunarfræði frá HR árið 2018.“

Meðan Raquelita var í háskólanámi vann hún fulla vinnu sem gæðaprófari hjá Stokki hugbúnaðarhúsi. Eftir þrjú ár í starfi þar var henni boðin framkvæmdastjórastaða hjá Stokki,

...