Sjöundi október 2023 verður lengi í minnum hafður í Ísrael. Þá féllu á einum degi um 1.200 manns, meirihlutinn í blóma lífsins. Það snerti alla þjóðina. Bókstaflega, vegna þess að í þessu litla og tiltölulega fámenna landi þekkja nánast allir einhvern sem féll þar eða eftirlifendur
Svívirt lík Flestar myndir af hryllingnum fyrir ári voru teknar af liðsmönnum Hamas, sem hreyktust af drápunum á félagsmiðlum og heima fyrir. Talsvert af líkum var flutt til Gasa, farið með þau um göturnar og þau svívirt. Það átti meðal annars við um hina 22 ára þýsk-ísraelsku Shani Louk, sem drepin var á danstónlistarhátíðinni Nova.
Svívirt lík Flestar myndir af hryllingnum fyrir ári voru teknar af liðsmönnum Hamas, sem hreyktust af drápunum á félagsmiðlum og heima fyrir. Talsvert af líkum var flutt til Gasa, farið með þau um göturnar og þau svívirt. Það átti meðal annars við um hina 22 ára þýsk-ísraelsku Shani Louk, sem drepin var á danstónlistarhátíðinni Nova.

Brennidepill

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Sjöundi október 2023 verður lengi í minnum hafður í Ísrael. Þá féllu á einum degi um 1.200 manns, meirihlutinn í blóma lífsins. Það snerti alla þjóðina. Bókstaflega, vegna þess að í þessu litla og tiltölulega fámenna landi þekkja nánast allir einhvern sem féll þar eða eftirlifendur. En einnig á þann hátt að um stund féll Ísraelsmönnum allur ketill í eld.

Ísraelsríki hefur búið við ófrið frá fyrstu stundu. Daginn, sem það var stofnað, lýstu öll arabaríkin í kring yfir stríði gegn hinu nýstofnaða gyðingaríki og hvöttu raunar araba í Palestínu til þess að yfirgefa heimili sín til þess að auðveldara reyndist að ganga milli bols og höfuðs á gyðingunum.

Ísraelsmenn höfðu sigur í

...