Undrunarefni er að þurfa nú enn á ný að fjalla um málefni sem töldust fyrir löngu afgreidd með samningum, samfélagssáttmálum og jafnvel lagabókstaf.
Þórey S. Þórðardóttir
Þórey S. Þórðardóttir

Þórey S. Þórðardóttir

Stjórnvöld boða í frumvarpi til fjárlaga 2025 að ríkisframlag til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs verði skert um nær helming frá og með næsta ári. Sömuleiðis skuli skerða ríkisframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.

Afleiðingar myndu í báðum tilvikum varða viðkvæma hópa í samfélaginu, heilsufar þeirra, lífsgæði og kjör. Heggur sá er hlífa skyldi. Vissulega er undrunarefni að þurfa nú að færa klukku umræðunnar til baka og fjalla á ný um málefni sem töldust fyrir löngu afgreidd með samningum, samfélagssáttmálum og jafnvel lagabókstaf.

Til VIRK endurhæfingarsjóðs var stofnað í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 2008 og lýstu stjórnvöld þá yfir að ríkið myndi fjármagna þriðjung starfseminnar á móti framlögum frá atvinnurekendum og lífeyrissjóðum. Svo fór samt

...