Ferðalagið yfir Eyrarsundsbrú milli Danmerkur og Svíþjóðar mun nú taka lengri tíma en áður, þar sem danska lögreglan hefur aukið eftirlit við landamærin að Svíþjóð og Þýskalandi. Gerist þetta í framhaldi af því að tvær handsprengjur voru sprengdar í …
Hryðjuverkaógn Lögreglan segir að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar við ísraelska sendiráðið síðastliðinn miðvikudagsmorgun.
Hryðjuverkaógn Lögreglan segir að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar við ísraelska sendiráðið síðastliðinn miðvikudagsmorgun. — AFP/Emil Nicolai Helms

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Ferðalagið yfir Eyrarsundsbrú milli Danmerkur og Svíþjóðar mun nú taka lengri tíma en áður, þar sem danska lögreglan hefur aukið eftirlit við landamærin að Svíþjóð og Þýskalandi.

Gerist þetta í framhaldi af því að tvær handsprengjur voru sprengdar í nágrenni við ísraelska sendiráðið í Hellerup á miðvikudagsmorgni. Engan sakaði en lögreglan telur langlíklegast að sendiráðið hafi verið skotmarkið.

...