Borgarleikhúsið Sýslumaður dauðans ★★★·· Eftir Birni Jón Sigurðsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Leikmynd og búningar: Mirek Kaczmarek. Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Lýsing: Mirek Kaczmarek og Jóhann Friðrik Ágústsson. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Myndbandshönnun: Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson. Lokalag: Ásgeir Trausti. Leikarar: Birna Pétursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Hákon Jóhannesson, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 21. september 2024.
Feðgar „Eftir sitja sannindin um það að lífið er núna og fegurðin býr í hversdagsleikanum,“ segir í rýni.
Feðgar „Eftir sitja sannindin um það að lífið er núna og fegurðin býr í hversdagsleikanum,“ segir í rýni. — Ljósmynd/Svenni Speight

Leiklist

Silja Björk

Huldudóttir

Birnir Jón Sigurðsson hefur á síðustu misserum vakið verðskuldaða athygli sem sviðshöfundur fyrir frumlegar og skemmtilegar sýningar. Hann skrifaði handritið að barnaóperunni dásamlegu, Fuglabjarginu, sem sett var upp í Borgarleikhúsinu 2021, og tók á sama stað þátt í uppfærslu sviðslistahópsins Ást og karókí á Skattsvik Development Group 2020 og fjöllistahópsins CGFC á Kartöflum 2019. Í fyrra rataði sprúðlandi skemmtilega samsköpunarverkið Sund síðan á svið í Tjarnarbíói, en það fær framhaldslíf í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Það kom því ekki á óvart þegar Birnir Jón var valinn til að vera starfandi leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur veturinn 2022-2023. Afrakstur þeirrar vinnu er leikritið

...