Hinn 7. október 2023 markar upphaf þess hræðilega stríðs sem enn geisar milli Ísraels og Hamas.
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir

Talið er að fyrir ári, hinn 7. október 2023, hafi um 3.500 manns mætt á SuperNova-tónlistarhátíðina í S-Ísrael. Meira en einn af hverjum 10 tónleikagestum var myrtur af Hamasliðum; að langmestu leyti ungt fólk í blóma lífsins, sem fór til að dansa, skemmta sér, fagna lífinu og horfa á fagra sólarupprás. Fyrir tíunda hluta tónleikagesta hneig sólin til viðar að eilífu þennan sorgardag. Skv. upplýsingum á heimasíðu ísraelska utanríkisráðuneytisins voru 379 myrtir á hátíðinni; 364 tónleikagestir og 15 lögreglumenn. Til að setja þetta í eitthvert samhengi jafngildir þetta því að allir í 50. stærsta sveitarfélagi Íslands, þ.e allir íbúar Skagastrandar, hefðu verið myrtir á einni tónlistarhátíð.

Í New York var haldin sýning til að minnast hinna myrtu og stóð hún dagana 21. apríl til 22. júní sl. Þetta er farandsýning, sem var

...