Eins og þekkt er og sést glöggt á nýrri flugvallarskýrslu er hægt að fá nefndir og starfshópa sérfræðinga til að komast að hvaða niðurstöðu sem er. Annað dæmi um risavaxna hugmynd en óhagkvæma sem reynt er að þrýsta í gegnum ákvarðanatöku með ótrúlega miklum árangri er borgarlínan.

Sú hugmynd er yfirgengileg að vöxtum fjárhagslega en um leið svo stór að hún þrengir mjög að annarri umferð og verður til að gera almenningi erfiðara fyrir að ferðast um. Hún hefur raunar þegar gert almenningi erfiðara fyrir með því að tefja vegabætur í höfuðborginni.

Þó að þunginn í áróðrinum sé mikill og hið opinbera ausi fé í undirbúninginn áttar almenningur sig á að eitthvað er að. Þetta sést vel á því að stuðningur við borgarlínuna hefur farið minnkandi á síðustu fimm árum.

Árið 2019 sagðist meirihlutinn, 54%, vera hlynntur borgar­línunni, en í nýrri könnun má sjá að nú eru aðeins 37% fylgjandi þessari leið.

Þessi stuðningur mun eflaust minnka á næstu árum ef

...