Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Helsta og að því er virðist eina áhersluatriði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á þessu lokaþingi kjörtímabilsins virðist vera að koma bókun 35 í gegn. Þingflokkurinn fylgir svo í humátt á eftir.

Til upprifjunar gengur innleiðing bókunar 35 út á að festa í sessi að ef regla sem Alþingi setur reynist ósamrýmanleg reglu sem Alþingi innleiðir á grundvelli EES-samningsins skuli sú frá Evrópu gilda.

Verður þá vikið til hliðar reglum íslensks réttar eins og að yngri lög gangi framar eldri, að sérlög gangi framar almennum lögum og svo mætti áfram telja. Stimpillinn frá Evrópu skal trompa annað, stangist lagareglur á.

Margir hafa spurt: hvers vegna er þessi ofuráhersla á að innleiða bókun 35 með þeim hætti sem utanríkisráðherra leggur nú til? Hafandi í huga

...

Höfundur: Bergþór Ólason