„Hafa ekki fé, og ágirnd í eigur, afvegaleitt manninn og byrgt honum sýn, hafa nútímamenn ekki gert sér skurðgoð úr peningum og völdum?”
Einar Baldvin Árnason
Einar Baldvin Árnason

Einar Baldvin Árnason

„Vextir niðurlægja og drepa. Vextir eru grafalvarleg synd. Þeir myrða, þeir traðka á mannlegri reisn, ala á spillingu og standa í vegi almennrar velmegunar.“

Svo mælti hans heilagleiki Frans páfi, reyndar ekki á Íslandi 2024, þó það væri vel við hæfi, heldur á fundi góðgerðarsamtaka sem aðstoða fólk sem hefur lent illa undir okurvöxtum. Hér tjáði páfi sig á sama hátt og kaþólska kirkjan hefur raunar alltaf gert, enda á andstaða við vexti og okur á náunganum sér djúpar rætur í kristinni trú.

Heilagur Tómas Aquinas, einn helsti kennismiður kirkjunnar, velti málinu töluvert fyrir og sótti ekki aðeins í Biblíuna, heldur líka í hugmyndir Aristótelesar, sem taldi ávöxtun fjár ganga í berhögg við náttúrulögmálin sjálf – peningar væru dauður hlutur og það væri

...