Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2024 eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferð efri hluta Bestu deildarinnar á Hlíðarenda á laugardag
Meistarar Leikmenn og starfslið Breiðabliks fagna Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda á laugardag. Blikar unnu titilinn í nítjánda skipti.
Meistarar Leikmenn og starfslið Breiðabliks fagna Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda á laugardag. Blikar unnu titilinn í nítjánda skipti. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2024 eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferð efri hluta Bestu deildarinnar á Hlíðarenda á laugardag.

Blikar voru með eins stigs forskot fyrir lokaumferðina og dugði því jafntefli til þess að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn frá árinu 2020. Valur hafði staðið uppi sem Íslandsmeistari síðustu þrjú ár á undan. Var þetta nítjándi Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki, sem er sigursælasta kvennalið landsins.

Spennustigið var í hæstu hæðum og fengu bæði lið nokkur góð færi, Breiðablik ívið fleiri, en inn vildi boltinn ekki. Fanndís Friðriksdóttir fékk besta færi Vals

...