Bænasvör þekkja trúaðir mætavel.
Einar Ingvi Magnússon
Einar Ingvi Magnússon

Einar Ingvi Magnússon

Það er stundum sagt að með því að senda skilaboð á samfélagsmiðlum netsins sé maður að senda skilaboð út í heim. Eitt sinn sem oftar gerði ég það og skömmu seinna fékk ég heimsókn frá gömlum vini sem sendur var til mín fyrir tilstilli manns sem staddur var langt austur í Asíu og hafði lesið skilaboð mín. Slíkur er máttur mannlegrar tæknibyltingar.

Í aldir og árþúsund hefur þetta fyrirbæri verið þekkt. Það var og er enn kallað bæn. Í Heilagri ritningu er svo ritað: „… gerið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði, með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð.“ (Filippíbréfið 4:6)

Bænasvör þekkja trúaðir mætavel. Það hafa gjörst ótrúlegustu atvik fyrir bæn og grátbeiðni sem send hafa verið út í kosmosið. Það er efni sem fylla myndi margar bækur. Þegar skilaboð, beiðnir og

...