Hólmavík Vantrauststillagan verður lögð fram á morgun.
Hólmavík Vantrauststillagan verður lögð fram á morgun. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Á næsta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar, sem haldinn verður á morgun, verður lögð fram tillaga um vantraust á Þorgeir Pálsson, oddvita Strandabyggðar. Matthías Sævar Lýðsson á A-lista Almennra borgara leggur tillöguna fram, en Þorgeir er oddviti T-lista Strandabandalagsins. Grundvöllur vantrauststillögunnar er ítrekaðar ásakanir Þorgeirs á hendur Jóni Jónssyni, fyrrverandi nefndarmanni í hreppsnefnd Strandabyggðar, um fjárdrátt á sjöunda tug milljóna úr sveitarsjóði.

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG var fengið til að gera úttekt á greiðslum til Jóns, en hann fékk á árinu samþykkta kröfu sína um að rannsókn yrði gerð á þungum sökum sem á hann voru bornar af starfsmönnum sveitarfélagsins. Í niðurstöðu KPMG segir: „Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar svo og þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru/voru í hans eigu eða sem hann tengdist með stjórnarsetu, á þeim tíma sem hann sat í sveitarstjórn Strandabyggðar, þ.e. á árunum 2010-2014 og 2019-2022 hafi verið

...