David Mitchell er alveg örugglega í hópi bestu gamanleikara Breta. Margir hafa séð hann í framhaldsþáttunum Peep Show og spurningakeppninni skemmtilegu Would I Lie to You? Svo lék hann sjálfan Shakespeare í afar vel heppnaðri gamanþáttaseríu, Upstart Crow
Mitchell Skemmtilegur og vinalegur leikari.
Mitchell Skemmtilegur og vinalegur leikari. — Mynd/IMBD

Kolbrún Bergþórsdóttir

David Mitchell er alveg örugglega í hópi bestu gamanleikara Breta. Margir hafa séð hann í framhaldsþáttunum Peep Show og spurningakeppninni skemmtilegu Would I Lie to You? Svo lék hann sjálfan Shakespeare í afar vel heppnaðri gamanþáttaseríu, Upstart Crow.

Nú sést Mitchell á skjánum hjá BBC í sex þátta seríunni Ludwig. Þetta eru glæpaþættir með gamansömu ívafi. Ludwig þarf að taka á sig gervi tvíburabróður síns, sem var leynilögreglumaður, eftir að hann hvarf á dularfullan hátt. Ludwig er á einhvers konar rófi, gríðarlega talnaglöggur og leysir alls kyns þrautir eins og ekkert sé. Mannleg samskipti vefjast hins vegar nokkuð fyrir honum. Hann vill allra helst fá að vera í friði.

David Mitchell glansar í þessu hlutverki, enda er hann

...