ÍBV gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði Stjörnuna að velli, 25:22, í fjórðu umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á laugardag. ÍBV er nú með fimm stig í fjórða sæti en Stjarnan er með tvö stig í sjötta sæti. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst fyrir gestina með átta mörk. Marta Wawrzykowska varði níu skot í markinu. Embla Steindórsdóttir var markahæst í leiknum með níu mörk fyrir Stjörnuna og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði sjö skot.

Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina þegar liðið vann frækinn heimasigur á AC Milan, 2:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Albert skoraði á 73. mínútu og fór svo af velli á 77. mínútu. Hann er búinn að skora þrjú mörk í fyrstu þremur deildarleikjum sínum fyrir

...