Ísrael hefur snúið taflinu við gagnvart óvinunum en hvar eru vinirnir?

Fyrir ári, hinn 7. október 2023, gerði hryðjuverkahreyfingin Hamas viðurstyggilega árás á Ísrael frá Gasa; mesti harmleikur í 76 ára sögu Ísraelsríkis, mesta blóðtaka gyðinga frá Helförinni.

Á þeim eina degi voru 1.180 manns myrt af villimannslegum blóðþorsta í Ísrael, nær 5.000 særðir og hundruðum nauðgað, en um 250 var rænt.

Nokkrum hefur verið bjargað, en Hamas drepið a.m.k. 65, svo að 101 gísl er þar enn. Þeir hafa sætt skelfilegri meðferð og alls óvíst er hve margir lifa enn.

Daginn eftir þessi voðaverk fyrir ári hófust linnulausar eldflaugaárásir úr norðri frá víghreiðri Hisbolla í Líbanon, en um 70.000 Ísraelsmenn hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Norður-Ísrael vegna þess. Við bættust stórfelldar eldflaugaárásir Írana á Ísrael, sem milljónir þurftu að leita skjóls undan

...