Víkingur úr Reykjavík er áfram á toppi Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla á markatölu eftir að hafa gert jafntefli við Stjörnuna, 2:2, í 25. umferð deildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Stjarnan komst tvisvar í forystu í síðari hálfleik,…
Víkin Gísli Gottskálk Þórðarson í strangri gæslu hjá Hilmari Árna Halldórssyni á Víkingsvelli í gær. Hilmar skoraði annað mark Stjörnunnar.
Víkin Gísli Gottskálk Þórðarson í strangri gæslu hjá Hilmari Árna Halldórssyni á Víkingsvelli í gær. Hilmar skoraði annað mark Stjörnunnar. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík er áfram á toppi Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla á markatölu eftir að hafa gert jafntefli við Stjörnuna, 2:2, í 25. umferð deildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi.

Stjarnan komst tvisvar í forystu í síðari hálfleik, fyrst með ótrúlegu marki Emils Atlasonar fyrir aftan miðju. Óskar Örn Hauksson jafnaði svo metin í 2:2 fyrir Víking á sjöundu mínútu uppbótartíma.

Sömu sögu er að segja af Breiðabliki, sem fékk Val í heimsókn í Kópavog og gerði einnig jafntefli, 2:2, eftir að hafa lent tvisvar undir.

Davíð Ingvarsson skoraði bæði mörk Blika. Patrick Pedersen skoraði 16. mark sitt í deildinni

...