Þóra Kristjánsdóttir fæddist 23. janúar 1939. Hún lést 22. september 2024.

Útför hennar fór fram 30. september 2024.

Með fáum orðum kveð ég kæra samstarfskonu, Þóru Kristjánsdóttur listfræðing. Ég man fyrst eftir Þóru sem litríkri safnakonu, listráðunaut og sérfræðingi í íslenskri myndlistarsögu. Síðar kynntist ég henni vel er ég tók við embætti þjóðminjavarðar og við urðum samstarfskonur á umbreytingatíma Þjóðminjasafns Íslands í upphafi nýrrar aldar. Þóra var fagmanneskja fram í fingurgóma. Fræðilegt framlag hennar og listræn sýn var mikilsverð við mótun og enduropnun Þjóðminjasafns Íslands árið 2004. Fáum hef ég kynnst með viðlíka eldmóð fyrir hugðarefnum sínum. Hún miðlaði sinni þekkingu með fræðilegum skrifum, í sýningum og miðlun hvers konar, en ekki síður í daglegu starfi og samtölum við samstarfsfólk. Þóra var tilfinningarík og

...