Nakin Ria Starfsmaður uppboðshússins Christie's í Lundúnum við málverkið Ria, Naked Portrait sem boðið verður upp í fyrsta skipti á miðvikudag.
Nakin Ria Starfsmaður uppboðshússins Christie's í Lundúnum við málverkið Ria, Naked Portrait sem boðið verður upp í fyrsta skipti á miðvikudag. — AFP/Benjamin Cremel

Áhugamenn um myndlist munu fylgjast grannt með uppboði hjá Christie's í Lundúnum á miðvikudag þegar málverk af nakinni konu eftir breska listmálarann Lucian Freud verður boðið upp í fyrsta skipti.

Málverkið nefnist Ria, Naked Portrait og var málað á árunum 2006 til 2007. Það hefur verið í einkaeigu síðan en búist er við að það seljist á uppboðinu fyrir 10-15 milljónir punda, jafnvirði 1,8 til 2,7 milljarða króna.

Málverk eftir Freud, sem lést árið 2011, áttatíu og átta ára að aldri, hafa vakið vaxandi áhuga meðal listaverkasafnara og verðmæti þeirra hefur aukist hratt.

„Þetta er síðari tíma meistaraverk,“ sagði Anna Touzin starfsmaður Christie's við AFP-fréttastofuna. „Það er nú til sölu í fyrsta skipti, sem er mjög

...