Áhugi íslenskra barna á lestri hefur hrunið frá aldamótum. Árið 2000 sögðust 33% nemenda í 10. bekk aðeins lesa þegar þau þyrftu þess. Í dag er hlutfallið 60% og jafnvel meira. Nemendur sem eyða meiri tíma í snjallsímum á skólatíma hafa minni áhuga…
Grunnskóli Mikill meirihluti nemenda er með snjallsíma í skólanum.
Grunnskóli Mikill meirihluti nemenda er með snjallsíma í skólanum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Áhugi íslenskra barna á lestri hefur hrunið frá aldamótum. Árið 2000 sögðust 33% nemenda í 10. bekk aðeins lesa þegar þau þyrftu þess. Í dag er hlutfallið 60% og jafnvel meira.

Nemendur sem eyða meiri tíma í snjallsímum á skólatíma hafa minni áhuga á lestri en þeir sem nota snjallsíma lítið eða ekkert. Lestraráhuginn fer sífellt hraðar dvínandi eftir því sem nemendur eyða meiri tíma í tækjunum.

Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Kristjáns Ketils Stefánssonar, lektors við kennslufræði á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknin byggir á gögnum frá ríflega fimmtán þúsund nemendum í 6. til 10. bekk í 120 grunnskólum víðs vegar um landið.

Að sögn Kristjáns Ketils sannar rannsóknin

...