Hér er bent á ódýran flugvallarkost þar sem hægt er að halda áfram að byggja í Vatnsmýrinni og flugvöllurinn verður næstu árin í Reykjavík.

Bjarni Gunnarsson

Undirritaður er búinn að bíða lengi eftir því að skýrslan um flugvöll í Hvassahrauni væri birt. En nú er hún komin í dagsljósið og líklega eru menn litlu nær og litlar líkur á því að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni. Flugvöllur þar hefur undanfarið verið eini valkostur stjórnvalda fyrir nýjan flugvöll í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll og verður því flugvöllur í Vatnsmýrinni í það minnsta næstu 20 til 30 árin.

Til stendur að byggja nýja flugstöð í Vatnsmýrinni og mikilvægt að vel takist til um þá byggingu.

Þar sem þessi staða er komin upp finnst mér í lagi að rifja upp tillögu mína frá árinu 2012 (Verktækni, tbl. 4) um færslu Reykjavíkurflugvallar.

Sú tillaga varð til með því að blanda saman tillögum A1 og A3 sem voru kynntar

...