Valur og Haukar komust auðveldlega áfram í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik með tveimur öruggum sigrum í 1. umferð um helgina. Dregið verður í 2. umferð þriðjudaginn 15. október. Valur mætti Zalgiris Kaunas í tveimur leikjum í Litháen…

Valur og Haukar komust auðveldlega áfram í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik með tveimur öruggum sigrum í 1. umferð um helgina. Dregið verður í 2. umferð þriðjudaginn 15. október.

Valur mætti Zalgiris Kaunas í tveimur leikjum í Litháen og vann fyrri leikinn á laugardag 31:17 og síðari leikinn í gær 34:28. Vann Valur því einvígið samanlagt 65:45.

Í fyrri leiknum var Thea Imani Sturludóttir markahæst hjá Val með átta mörk. Í þeim síðari var Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæst með sjö mörk.

Haukar mættu Eupen í tveimur leikjum í Belgíu. Hafnarfjarðarliðið vann fyrri leikinn á laugardag 38:16 og síðari leikinn í gær 30:17. Einvígið vann Haukar því samanlagt 68:33.

Í fyrri leiknum var Elín Klara Þorkelsdóttir markahæst hjá Haukum með 11 mörk og Birta Jóhannsdóttir var markahæst í þeim síðari með átta mörk.