Ásgeir Björgvinsson fæddist 29. október 1927. Hann lést 11. september 2024.

Útför Ásgeirs var gerð 24. september 2024.

Ásgeir Björgvinsson var drengur góður og tryggur vinur föður míns, Harðar Hjaltasonar. Þeir höfðu unnið saman fyrir langalöngu, báðir trésmiðir og góður vinskapur tókst strax með þeim sem hélst til æviloka. Áhugamálin voru mörg og oft sameiginleg, en mikilvægust útivist og skógrækt. Ásgeir hafði keypt sumarbústaðaland við Hafravatn og grætt upp og alltaf var ævintýri fyrir föður minn og þau foreldra mína að heimsækja hann þangað eða fara með honum. Land Ásgeirs var kuldalegur, gróðursnauður melur sem í fljótu bragði virtist ekki árennilegur, í það minnst hvað gróðurríki varðaði. En þeim mun ákafari var breytingin og fljótt fór að sjást í græna sprota. Keypt voru tré og þau víðast hvar gróðursett með haka og jafnvel

...