Gaman var að rekast á samtal við Inga Heiðmar Jónsson í Húnahorninu, þar sem hann ræðir um Húnaflóa – kvæða- og vísnavef sem nú er hýstur á óðfræðivefnum Braga. Þar má finna kvæði og lausavísur úr Húnavatnssýslu og af Ströndum eftir hundruð hagyrðinga

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Gaman var að rekast á samtal við Inga Heiðmar Jónsson í Húnahorninu, þar sem hann ræðir um Húnaflóa – kvæða- og vísnavef sem nú er hýstur á óðfræðivefnum Braga. Þar má finna kvæði og lausavísur úr Húnavatnssýslu og af Ströndum eftir hundruð hagyrðinga. Ingi Heiðmar nefnir sérstaklega Sigurð Norland, sem var prestur í Hindisvík á öndverðri 20. öldinni. „Þegar ég var í MA í gamla daga þá vorum við mikið að grobba af Sigurði, því hann orti einu sinni hringhendu á ensku og við héldum kannski að hún væri sú eina sem ort hefði verið. Þetta fannst okkur dálítið gaman, að leggja undir sig enskuna til að íslenska hringhendan yrði þar landnemi,“ segir Ingi Heiðar og lætur þessa listilegu hringhendu Sigurðar fylgja.

She is fine as morn' in may,

...