Ágúst Ingi Davíðsson náði besta árangri sem Íslendingur hefur náð í úrslitum á gólfi á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Szombathely í Ungverjalandi um síðustu helgi. Ágúst Ingi, sem er 21 árs gamall, hafnaði í fjórða sæti á gólfi og fékk 13.544…
Gólfæfingar Ágúst Ingi Davíðsson leikur listir sínar í æfingum á gólfi í Szombathely í Ungverjalandi um helgina.
Gólfæfingar Ágúst Ingi Davíðsson leikur listir sínar í æfingum á gólfi í Szombathely í Ungverjalandi um helgina. — Ljósmynd/FSÍ

Fimleikar

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Ágúst Ingi Davíðsson náði besta árangri sem Íslendingur hefur náð í úrslitum á gólfi á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Szombathely í Ungverjalandi um síðustu helgi.

Ágúst Ingi, sem er 21 árs gamall, hafnaði í fjórða sæti á gólfi og fékk 13.544 stig fyrir æfingar sínar en hann var einungis 267 stigum frá þriðja sætinu. Þá náði Ágúst einnig frábærum árangri á tvíslá þar sem hann hafnaði í fimmta sæti með 12.733 stig.

„Ég er fyrst og fremst ógeðslega sáttur með sjálfan mig,“ sagði Ágúst Ingi í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð á heimsbikarmóti og ég var mjög nálægt því að vinna

...