Benedikt Erlingur Guðmundsson skipaverkfræðingur, ávallt nefndur Erlingur af sínu fólki, fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 23. september 1939. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi 28. september 2024.

Foreldrar Erlings voru Þórarinn Guðmundur Benediktsson vélstjóri, netagerðarmaður og sjómaður, f. á Patreksfirði 8. júní 1904, d. 7. október 1966, og Oddný Jóna Karlsdóttir, verkakona á Patreksfirði, f. 23. janúar 1906, d. 26. september 1997.

Systir Erlings er Ingibjörg, f. 13. janúar 1929, bróðir hans var Kristján Jens, f. 18. júlí 1930, d. 20. maí 2012, og fóstursystir Kristín Henríetta Andrésdóttir, f. 26. febrúar 1949.

Benedikt giftist 1. apríl 1961 Sigurlaugu Jónsdóttur röntgentækni frá Flateyri, f. 17. janúar 1937, d. 21. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Jón

...