Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, lauk um helgina en verðlaun hátíðarinnar voru afhent á laugardag. Japanska myndin Eilíf hamingja (Super Happy Forever) eftir leikstjórann Kohei Igarashi hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna…
Verðlaun Hjördís verðlaunuð fyrir bestu íslensku stuttmyndina.
Verðlaun Hjördís verðlaunuð fyrir bestu íslensku stuttmyndina. — Ljósmynd/Martin Tomiga

Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, lauk um helgina en verðlaun hátíðarinnar voru afhent á laugardag.

Japanska myndin Eilíf hamingja (Super Happy Forever) eftir leikstjórann Kohei Igarashi hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Verðlaunin eru veitt í flokknum Vitranir en þar kepptu átta myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Norska heimildarmyndin Breyttur veruleiki (A New Kind of Wilderness) eftir Silje Evensmo Jacobsen vann verðlaun í flokki Annarrar framtíðar.

Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin í ár og Nikulás Tumi Hlynsson fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir sína stuttmynd, Blái kallinn. Þá valdi dómnefnd unga fólksins G-21 Sena frá Gottsunda eftir Loran Batti sem bestu myndina.

...