Ísland Halla Tómasdóttir forseti og hennar maður, Björn Skúlason.
Ísland Halla Tómasdóttir forseti og hennar maður, Björn Skúlason. — Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Ríkisheimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Danmerkur hefst í dag. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Höllu á erlendum vettvangi og líkt og hefð er fyrir er hún til Danmerkur. Halla er jafnframt fyrsti þjóðhöfðinginn sem Friðrik X. Danakonungur tekur á móti eftir að hann tók við krúnunni af Margréti Þórhildi, móður sinni.

Með í för verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og fjölmenn viðskiptasendinefnd.

„Mark­mið heim­sókn­ar­inn­ar er að styrkja sögu­leg tengsl Íslands og Dan­merk­ur og efla enn frek­ar hið nána sam­band þjóðanna,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.

Heimsóknin í dag hefst með því að kon­ungs­hjón­in taka á móti for­seta­hjón­unum sem koma með báti að gömlu toll­bryggj­unni Told­bod­en í Kaup­manna­höfn. Þaðan halda hjón­in sam­an með hest­vagni til form­legr­ar mót­töku­at­hafn­ar við Amalíu­borg­ar­höll.

...