Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni á komandi dögum. Leikurinn gegn Wales fer fram á föstudaginn og leikurinn gegn Tyrklandi á mánudaginn en báðir fara þeir fram á Laugardalsvelli

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni á komandi dögum. Leikurinn gegn Wales fer fram á föstudaginn og leikurinn gegn Tyrklandi á mánudaginn en báðir fara þeir fram á Laugardalsvelli.

Ég hef fundið fyrir ákveðnum samnefnara þegar ég hef rætt við bæði leikmenn og þjálfara, sem þekkja landsliðsumhverfið, á undanförnum mánuðum.

Þeir koma allir inn á sama punktinn. „Landsliðið þarf á stuðningi þjóðarinnar að halda og ungu strákarnir þurfa að finna fyrir því að þjóðin stendur á bak við liðið.“

Ég hef farið á marga íþróttaviðburði í gegnum tíðina og marga fótboltaleiki, bæði hér á landi og erlendis. Fyrir mér er ekkert sem

...