Djasstríóið Tónleikar haldnir í kvöld.
Djasstríóið Tónleikar haldnir í kvöld.

Dansk-bandarískt djasstríó kemur fram í Salnum í Kópavogi í kvöld, 8. október, kl. 20.30. Tríóið skipa píanóleikarinn Carl Winther, bassaleikarinn Richard Andersson og trommuleikarinn Jeff „Tain“ Watts. Gestir eru varaðir við því að kvöldstundin verði ógleymanleg, í kynningartexta. Hinir dönsku Winther og Andersson hafa, skv. tilkynningu, unnið lengi saman en ákváðu að bjóða Grammy-verðlaunahafanum Watts að spila með sér á tónleikaferðalagi um Evrópu árið 2023. Í kjölfar þess unnu þeir saman að plötunni WAW! sem kom út í sumar. Tónlist þeirra er lýst sem grípandi samsuðu af nútímadjassi og alþjóðlegum áhrifum. Miðasala fer fram á tix.is.