Skagfirðingurinn Guðmundur Sveinsson yrkir á fallegu haustkvöldi: Fangar hugann Fjörðurinn fátt við betra vitum. Þegar skuggar skríða inn og skýin varpa litum. Það er ekki á hverjum degi sem vísur læðast að mönnum í draumi

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Skagfirðingurinn Guðmundur Sveinsson yrkir á fallegu haustkvöldi:

Fangar hugann Fjörðurinn

fátt við betra vitum.

Þegar skuggar skríða inn

og skýin varpa litum.

Það er ekki á hverjum degi sem vísur læðast að mönnum í draumi. Pétur Stefánsson dreymdi að hann og nokkrir vinir kæmu inn á pítsustað eftir hrakninga úti við. Þeir pöntuðu, gengu að lausu borði og biðu eftir pítsunni. Þá segir einn vinurinn við Pétur: „Geturðu komið með vísu?“ Hann orti að bragði:

Sest ég hérna núna niður,

nýt þess bara að vera til.

Hér er ró og hér er friður,

...