Uppsigling er sigling til lands og sé e-ð í uppsiglingu er það á döfinni. Bígerð er undirbúningur og ef e-ð er í bígerð er það í undirbúningi, á döfinni

Uppsigling er sigling til lands og sé e-ð í uppsiglingu er það á döfinni. Bígerð er undirbúningur og ef e-ð er í bígerð er það í undirbúningi, á döfinni. Farvatn er siglingaleið og ef e-ð er í farvatninu er það í uppsiglingu eða undirbúningi. En að e-ð sé í burðarliðnum merkir: það er að verða tilbúið, er að komast í framkvæmd.