Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði fari svo að Coda Term­inal og Hafnafjarðarbær nái samningum um að fyrirtækið dæli inn­flutt­um kolt­ví­sýr­ingi niður í jörðina. Þetta kom meðal annars fram í gær í máli Orra Björnssonar bæjarfulltrúa…
Orri Björnsson
Orri Björnsson

Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði fari svo að Coda Term­inal og Hafnafjarðarbær nái samningum um að fyrirtækið dæli inn­flutt­um kolt­ví­sýr­ingi niður í jörðina.

Þetta kom meðal annars fram í gær í máli Orra Björnssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Valdimars Víðissonar bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Líflegur og vel sóttur íbúafundur var þá haldinn í Bæjarbíói síðdegis í gær þar sem kynntar voru breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og deiliskipulagsverkefnum vegna mögulegra framkvæmda Coda Terminal sem er á vegum Carbfix.