Úthlutað var úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur við opnun nýrrar Erró-sýningar, er ber heitið 1001 nótt, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi á dögunum. Segir í tilkynningu að styrkveitingin hafi farið fram við hátíðlega athöfn þegar…
Úthlutun Einar, Una Björg og Ólöf Kristín safnstjóri.
Úthlutun Einar, Una Björg og Ólöf Kristín safnstjóri.

Úthlutað var úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur við opnun nýrrar Erró-sýningar, er ber heitið 1001 nótt, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi á dögunum. Segir í tilkynningu að styrkveitingin hafi farið fram við hátíðlega athöfn þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, afhenti Unu Björgu Magnúsdóttur Guðmunduverðlaunin. Styrkurinn var nú veittur í 24. sinn framúrskarandi listakonu og er honum ætlað að vera hvatning til frekari dáða á sviði myndlistar. Erró stofnaði sjóðinn árið 1997 til minningar
um móðursystur sína og mikinn stuðningsmann, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Una Björg er fædd árið 1990 og útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og MA-gráðu í myndlist í Sviss árið 2018. Hún býr nú og starfar að myndlist sinni í Reykjavík. „Una hefur verið ötul í sýningahaldi bæði hér heima og erlendis og hlaut til dæmis 2023 eftirsóttan styrk til eins

...