Önnur sería af Svörtum söndum fór af stað á Stöð 2 á sunnudagskvöld, með nokkrum látum. Flestar persónur á sínum stað, nema auðvitað þær sem drápust í fyrstu þáttaröðinni. Eins og Salómon náriðill, sem Aníta skaut af stuttu færi á svörtum sandinum
Drama Svörtu sandar eru sannarlega svartir.
Drama Svörtu sandar eru sannarlega svartir. — Ljósmynd/Stöð2

Björn Jóhann Björnsson

Önnur sería af Svörtum söndum fór af stað á Stöð 2 á sunnudagskvöld, með nokkrum látum. Flestar persónur á sínum stað, nema auðvitað þær sem drápust í fyrstu þáttaröðinni. Eins og Salómon náriðill, sem Aníta skaut af stuttu færi á svörtum sandinum.

Fyrsti þátturinn lofar góðu, við erum áfram stödd í Vík í Mýrdal og nágrenni, sem ber nafnið Glerársandur. Frábær leikstjóri þáttanna, Baldvin Z, leiðir áhorfendur áfram í gegnum dimma dali sögupersóna, þar sem ofbeldi og ógnir fortíðar voma yfir. Sifjaspell og kynferðisofbeldi er gefið í skyn, einn allsherjar fjölskylduharmleikur. Flestir hafa eitthvað að fela, nema kannski fötin því leikarar fá að spreyta sig í rúminu öðru hverju. Enda svo sem lítil dægradvöl önnur í fámennu þorpi.

Fjölskyldumynstrið er dáldið flókið og væri gaman að sjá ættartré þar sem sést hverjir eru skyldir hverjum.

Leikaravalið er

...