Tómas Þór Þórðarson fæddist 8. október 1984 á Landakotsspítala. „Ég fluttist fjögurra ára með foreldrum mínum og systur, Erlu Stefánsdóttur, í Hlíðargerði 4 sem var æskuheimilið, en ég lít á Bústaðahverfið eða Smáíbúðahverfið sem heima og er…
Afmælisbarnið Tómas, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, að kynna úrslit í vali á íþróttamanni ársins 2021.
Afmælisbarnið Tómas, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, að kynna úrslit í vali á íþróttamanni ársins 2021.

Tómas Þór Þórðarson fæddist 8. október 1984 á Landakotsspítala. „Ég fluttist fjögurra ára með foreldrum mínum og systur, Erlu Stefánsdóttur, í Hlíðargerði 4 sem var æskuheimilið, en ég lít á Bústaðahverfið eða Smáíbúðahverfið sem heima og er borinn og barnfæddur 108-strákur og Víkingur.“

Fyrstu þrjú ár skólagöngunnar var Tómas í Langholtsskóla. „Ég fór svo í Breiðagerðisskóla og þaðan í Réttarholtsskóla eins og allir góðir Víkingar. Ég hafði mun meira gaman af því að tala í kennslustundum sem var kennurum flestum til mikils ama en þó að nám lægi ágætlega fyrir mér hafði ég alltaf mjög takmarkaðan áhuga á því. Ég hætti því snemma í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem ég spreytti mig aðeins og fór út á vinnumarkaðinn 2005.“

Tómas hóf störf á skrifstofu en samhliða því steig hann sín fyrstu spor í íþróttafréttamennsku

...