Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaðurinn reyndi úr Vestra, var besti leikmaður 25. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Andri Rúnar, sem er frá Bolungarvík og hóf ferilinn þar, átti stórleik með Vestra á laugardaginn þegar…
Þrenna Andri Rúnar Bjarnason skorar mikilvæg mörk fyrir Vestra.
Þrenna Andri Rúnar Bjarnason skorar mikilvæg mörk fyrir Vestra. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaðurinn reyndi úr Vestra, var besti leikmaður 25. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Andri Rúnar, sem er frá Bolungarvík og hóf ferilinn þar, átti stórleik með Vestra á laugardaginn þegar hann skoraði þrennu í gríðarlega mikilvægum útisigri liðsins gegn Fram í Úlfarsárdal, 4:2.

Þar með hefur Andri skorað fimm mörk í þremur leikjum Vestra í neðri hluta deildarinnar og átt gríðarlega stóran þátt í að koma liðinu í vænlega stöðu í fallbaráttunni. Hann er fyrsti leikmaður félagsins til að skora þrennu í efstu deild og er kominn með alls átta mörk í deildinni í ár.

Mörkin orðin 134

Með þessari þrennu hefur Andri skorað 43 mörk í 102 leikjum í efstu deild

...