Þórdís Gísladóttir
Þórdís Gísladóttir

Fimm skáldsögur eru væntanlegar frá bókaútgáfunni Benedikt fyrir jólin, tvær ljóðabækur, nokkrar þýðingar á erlendum verkum og bækur fyrir yngstu kynslóðina. Þess ber að geta að þrír höfundanna senda frá sér fyrstu skáldsögur sínar og einn fyrstu ljóðabók sína.

Fyrst á lista yfir skáldsögur er Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur. Hún hefur sent frá sér ljóð og leikrit en Friðsemd er fyrsta skáldsaga hennar. „Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður en hún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt,“ segir um bókina.

Tómas Ævar Ólafsson sendir einnig frá sér

...