Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Viðskiptaráð leggur til níu hagræðingartillögur sem myndu bæta afkomu ríkissjóðs um 47,5 ma. kr. Tillögurnar draga ekki úr fjárveitingum til mennta-, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, eða almannaöryggis- og samgöngumála. Nái tillögur ráðsins fram að ganga verður ríkissjóður rekinn með 6,5 ma. kr. afgangi á næsta ári í stað 41 ma. kr halla.

Þyngst vegur tillaga um að fallið verði frá viðbótarútgjöldum vegna aðgerða í tengslum við kjarasamninga. Tillagan sparar 14 ma. kr. á næsta ári verði hún tekin upp.

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir að með tillögunni leggi Viðskiptaráð til að viðbótarútgjöld sem eru tilkomin vegna aðkomu stjórnvalda að kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði verði dregin til baka

...