Skuldabréfamarkaðir fara lækkandi, fasteignaverð er á niðurleið, atvinnuleysi eykst, olíuverð lækkar og rafmyntir falla í verði.
Guðmundur G. Þórarinsson
Guðmundur G. Þórarinsson

Guðmundur G. Þórarinsson

Efnahagshrun ganga yfir heimsbyggðina með reglulegu millibili. Allt fer í hringi. Hrunið 2008 er enn í fersku minni. Seðlabanki Bandaríkjanna (Federal Reserve) ákvað að stórlega lækka vexti. Bankar og fjárfestingafyrirtæki gripu tækifærið og juku lán hjá seðlabankanum, sem brást við með mikilli prentun dollara. Peningamagn í umferð jókst, og bankar tóku að lána almenningi háar fjárhæðir á hærri vöxtum, jafnvel fólki sem hafði litla möguleika á að standa í skilum – undirmálslán. Lánaskilyrði, sem áður voru í hæsta lagi 60% af fasteignaverði, fóru yfir 90%. Þegar þessi lán fóru í vanskil, gripu bankar og fjárfestingasjóðir til þess ráðs að selja skuldabréf fasteignaviðskiptanna, jafnvel sem vafninga undirmálslána blandað saman við betri verðbréf, til að fela galla þeirra. Viðskiptin urðu gríðarleg, og milliliðirnir sem sáu um söluna högnuðust verulega. Vanskil urðu

...