Um 250 manns var rænt í hryðjuverkaárás Hamas hinn 7. október í fyrra. Þar á meðal voru börn, jafnvel ungbörn, unglingar, gamalmenni, karlar og konur.

Gíslarnir voru færðir til Gasa og hafa sætt miklu harðræði; barsmíðum, limlestingum, nauðgunum, pyntingum, hungri og margir lífláti.

Samið var um lausn 105 gísla meðan á vopnahléinu í fyrra stóð, aðallega kvenna og barna, í skiptum fyrir dæmda hryðjuverkamenn Hamas í ísraelskum fangelsum. Hamas fékk þrjá fyrir hvern einn.

Gíslarnir sem þá voru frelsaðir höfðu allir lést mikið, margir liðu hörgulsjúkdóma, höfðu ekki fengið minnstu aðhlynningu vegna sára eða lyf vegna sjúkdóma, svo alls kyns sýkingar voru algengar. Öll gleraugu og heyrnartæki voru fjarlægð og fæstir höfðu séð sólarglætu, einangrun var algeng og gíslunum harðbannað

...