Evrópubikarmeistarar Vals máttu þola sjö marka tap, 33:26, gegn Vardar frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð F-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Skopje í gærkvöldi. Valur hóf leikinn með besta móti og komst í 0:2
Fjögur Magnús Óli Magnússon var markahæstur hjá Val með fjögur mörk í sjö marka tapi gegn Vardar í Skopje í Norður-Makedóníu í gærkvöldi.
Fjögur Magnús Óli Magnússon var markahæstur hjá Val með fjögur mörk í sjö marka tapi gegn Vardar í Skopje í Norður-Makedóníu í gærkvöldi. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Evrópudeildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Evrópubikarmeistarar Vals máttu þola sjö marka tap, 33:26, gegn Vardar frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð F-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Skopje í gærkvöldi.

Valur hóf leikinn með besta móti og komst í 0:2. Eftir að hafa komist í 2:3 náði Vardar vopnum sínum og sneri taflinu við. Valur stóð þó vel í heimamönnum og var staðan 9:7 um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það keyrði Vardar hins vegar yfir Val og var átta mörkum yfir, 19:11, í hálfleik.

Í síðari hálfleik var Vardar áfram með góð tök á leiknum. Valur gafst ekki upp og minnkaði muninn niður í fimm mörk, 25:20 og 26:21, um miðjan síðari hálfleikinn en komst ekki nær og niðurstaðan að lokum sjö marka

...