Ári eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael takast Ísraelar sameinaðir á við áfallið sem árásin olli en þeir eru ekki sammála um hvernig eigi að binda enda á stríðið á Gasa. Í kjölfar árásarinnar reis bylgja þjóðarsamstöðu þar sem…
Kröfur Hávær krafa er í Ísrael um að stjórnvöld tryggi lausn gísla sem eru í haldi Hamas-samtakanna á Gasa.
Kröfur Hávær krafa er í Ísrael um að stjórnvöld tryggi lausn gísla sem eru í haldi Hamas-samtakanna á Gasa. — AFP/Ahmad Gharabli

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Ári eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael takast Ísraelar sameinaðir á við áfallið sem árásin olli en þeir eru ekki sammála um hvernig eigi að binda enda á stríðið á Gasa.

Í kjölfar árásarinnar reis bylgja þjóðarsamstöðu þar sem sjálfboðaliðar matbjuggu fyrir hermenn og hýstu þá sem hröktust frá heimilum sínum vegna árásarinnar.

Þessi samstaða veitti Ísraelum ákveðna huggun en heilbrigðisráðuneyti landsins segir að nú standi þjóðin frammi fyrir alvarlegustu geðheilbrigðiskrísu í sögu hennar að sögn AFP-fréttastofunnar.

Óvissan um örlög gísla sem Hamasliðar tóku í árásinni hefur tekið mjög á almenning í Ísrael. „Öryggiskennd Ísraela fór veg

...