Fundir og skýrslur. Salvador Dalí rólegur en almenningur í slagviðrinu.
Fundir og skýrslur. Salvador Dalí rólegur en almenningur í slagviðrinu. — Morgunblaðið/Eggert

Tilkynningum um uppsagnir fólks hjá fyrirtækjum landsins hefur farið fjölgandi. Því miður kemur þetta ekki á óvart og er hluti af ferlinu að lækka verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur sjálfur bent á að við lækkum ekki verðbólgu nema auka vanskil og uppsagnir. Þetta er sársaukafullt en allir bera ábyrgð, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra í viðtali við ViðskiptaMoggann fyrir skemmstu.

Í gögnum sem Hagstofan birti nýlega kemur fram að starfandi einstaklingum hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum hafi fjölgað um 4% síðustu tólf mánuði. Þetta er ekki í samræmi við þróun á almennum markaði. Frekari útlistun er í ViðskiptaMogganum í dag. Af hverju er ekki tekið almennilega á í ríkisrekstri? Í fjárlagafrumvarpi sem var lagt fram í síðasta mánuði er ljóst að ríkið ætlar ekki að fara í neinar aðhaldsaðgerðir; það treystir á hlutföll en ekki niðurskurð.

...