Þvert á alla skynsemi er nú sprottin upp umræða á Íslandi um hvort við eigum yfirhöfuð að vera að vasast í alþjóðsamstarfi. Því er jafnvel haldið fram að réttast væri að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) en svæðið nær til allra…
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Þvert á alla skynsemi er nú sprottin upp umræða á Íslandi um hvort við eigum yfirhöfuð að vera að vasast í alþjóðsamstarfi. Því er jafnvel haldið fram að réttast væri að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) en svæðið nær til allra ríkja Evrópusambandsins og svo Íslands, Noregs og Liechtenstein.

Svona hræðsluáróður er ekki nýr af nálinni. Hann blossar upp með reglulegum hætti og tengist sennilega því að ákveðin öfl hér á landi eru að gíra sig upp fyrir kosningar. Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.

Ég er viss um að landsmenn muni – nú sem fyrr – sjá í gegnum þetta bull. Fólk gerir sér fulla grein fyrir þeim ávinningi sem alþjóðlegir samningar hafa haft í för með sér fyrir Ísland. En í ljósi umræðunnar er mér bæði ljúft og skylt að rifja

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson